Ískaffi nú fáanlegt frá Nespresso

Ískaffi er nú fáanlegt frá Nespresso.
Ískaffi er nú fáanlegt frá Nespresso. mbl.is/Nespresso

Nespresso á Íslandi sendi tilkynningu nú á dögunum um að ískaffi væri væntanlegt í verslanir þeirra. Nokkuð sem Nespresso-unnendur hafa beðið lengi eftir. Forsala á ískaffinu var hafin í vefverslun þeirra fyrir klúbbmeðlimi, en kaffið er fáanlegt í verslunum frá 30. júní.

Um er að ræða Ice Freddo Delicato sem er svalandi og frískandi kaffi – á sama tíma milt og sætt sem leikur blíðlega við bragðlaukana. Hins vegar er það Ice Freddo Intenso sem hressir þig við með kraftmiklu bragði og bragðast einnig dásamlega ískalt.

Svona mælir Nespresso með að laga ískaffi

  • Fylltu hátt glas af ísmolum
  • Helltu í glasið kaldri mjólk eða vatni eftir smekk
  • Bættu 40 ml af espresso Freddo Delicato eða Freddo Intenso í glasið
  • Hér má bæta við sætu, t.d. hrásykri eða sírópi eftir smekk
  • Hrærðu

Eins hvetur Nespresso alla til að endurvinna álhylkin, en bílstjórar fyrirtækisins taka við notuðum hylkjum í heimsendingu – eins er móttaka í verslunum þeirra í Kringlunni og Smáralind.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert