Kjötbollurnar sem þykja frábærar

Ljósmynd/Tinna Alavis

Kjötbollur eða hakkbollur eins og Tinna Alavis kallar þær eru það besta sem margir fá og þessi uppskrift er með þeim betri enda innihalda bollurnar bæði ost og Ritz kex en það er leynihráefni ansi margra meistarakokka.

Kjötbollur með Mozzarella osti

  • 1 pakki nautahakk
  • 3 egg
  • 1 laukur
  • 4 hvítlauksgeirar
  • Einn poki Mozzarella ostur frá Gott í matinn
  • Fersk basilíka (ekki stilkarnir)
  • Rúmlega 1/2 pakki Ritz kex

Krydd:

  • Salt
  • Pipar
  • Hamborgarakrydd

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 150°C blástur.

2. Kryddið hakkið með grófu salt, svörtum pipar og hamborgarakryddi.

3. Setjið lauk, hvítlauk og basilíku í matvinnsluvél.

4. Bætið krydduðu hakkinu, Ritz kexi og eggjunum út í matvinnsluvélina og blandið vel saman þar til allt er orðið eins og kjötfars.

5. Í lokin er mozzarella ostinum blandað saman við.

6. Hitið 50g íslenskt smjör á djúpri pönnu.

7. Útbúið meðalstórar bollur og brúnið á miðlungs hita.

8. Setjið pönnuna síðan inn í ofn í 15. mínútur áður en þið berið þær fram. Ef pannan má ekki fara inn í ofn þá er hægt að nota eldfast mót.

9. Mér finnst gott að hafa kjötbollusósu, sultu og kartöflumús með þessum bollum en það er valfrjálst og algjört smekksatriði.

Ljósmynd/Tinna Alavis
mbl.is