Vinælasti pítsastaður Dana stækkar við sig

Frankies þykir gera ljúffengustu pítsur sem þú finnur í Danaveldi.
Frankies þykir gera ljúffengustu pítsur sem þú finnur í Danaveldi. mbl.is/© Frankies

Frankies opnar nú á nýjum stað í Kaupmannahöfn og þykir sá allra flottasti – en staðurinn er einnig sá stærsti til þessa.

Einn vinsælasti pítsastaður Dana hefur nú opnað sinn níunda stað á einu og hálfu ári – og geri aðrir betur. Nýjasti staðurinn opnaði á vinsælu horni á góðkunnri götu Íslendinga, Strikinu, þar sem kínverski staðurinn Shanghai var áður til húsa.

Staðurinn rúmar 150 manns og hefur verið tekinn alveg í gegn – og útkoman er glæsileg. Einn af eigendum Frankies, Lars Bertelsen, sagði í samtali að á staðnum séu stórkostlegar svalir þar sem hægt er að sitja úti og njóta lífsins með pítsu og kokteil við hönd – og dásamlegt útsýni er yfir Gammeltorv og Nytorv.

Þar fyrir utan er hægt að kaupa minjagripi, mublur og skrautmuni í verslun sem er að finna á veitingastaðnum. Því ærin ástæða til að skella sér til Kaupmannahafnar og taka út staðinn í eigin raun.

Staðurinn er sá níundi í röðinni og sá stærsti til …
Staðurinn er sá níundi í röðinni og sá stærsti til þessa. mbl.is/© Frankies
Það er alls ekkert að því að njóta gúrme pítsu …
Það er alls ekkert að því að njóta gúrme pítsu með útsýni yfir Nytorv. mbl.is/© Frankies
Frankies er að finna á einu vinæslasta horni á Strikinu.
Frankies er að finna á einu vinæslasta horni á Strikinu. mbl.is/© Frankies
mbl.is