Við höfum verið að meðhöndla pasta kolvitlaust

TikTok notendur eru ekki allir á sama máli hvernig eigi …
TikTok notendur eru ekki allir á sama máli hvernig eigi að hella pastavatninu af í pottinum. mbl.is/Colourbox

Hvar værum við án TikTok? Það virðast öll svör við veseni og vandamálum finnast þar inni – jafnvel sem okkur óraði ekki fyrir að finna.

Samkvæmt nýjustu fréttum TikTok höfum við verið að gera einföldustu hluti, eins og að hella pastavatni af, kolvitlaust. Flest höfum við hellt pastanu í sigti svo vatnið lekur af – en þessi aðferð getur verið álag fyrir úlnliðina þegar þú heldur sigtinu uppi. Það sem við eigum að gera er að setja sigtið upp að pastanu á meðan við hellum vatninu af.

Það voru þó ekki allir á sama máli, því sumir héldu því fram að óþarfi væri að nota handsigti þegar þú gætir hellt pastanu beint í sigti sem stendur sjálft í vaskinum. Aðrir fengu hins vegar hugljómun og þökkuðu fyrir ráð sem myndi breyta lífi þeirra.

Hér sýnir TikTok-ari okkur hvernig rétta leiðin sé til að …
Hér sýnir TikTok-ari okkur hvernig rétta leiðin sé til að hella pastavatninu af. mbl.is/TikTok_EnSee
mbl.is