Ný gersemi fundin frá Arne Jacobsen

Nýtt hliðarborð eftir Arne Jacobsen er nú komið í framleiðslu.
Nýtt hliðarborð eftir Arne Jacobsen er nú komið í framleiðslu. mbl.is/Fritz Hansen

Hönnun danska arkitektsins Arne Jacobsen er mörgum kunnug en hann á heiðurinn að heimsfrægum stólum eins og Egginu og Svaninum svo eitthvað sé nefnt. Nýtt hliðarborð hefur fundist í gömlum skissum meistarans og er komið í framleiðslu.

Þetta fallega borð hannaði Arne Jacobsen til að leggja frá sér tebollann og eru möguleikar borðsins endalausir. Það getur verið notað sem hliðarborð, til að bera fram kræsingar eða jafnvel sem lítill bar.

Borðið sjálft er þríhyrnt með fótum úr burstuðu stáli en borðplöturnar sjálfar eru svartlitaður MDF-viður. Eins er borðið á hjólum sem gerir enn auðveldara að flytja það á milli og nota við hin ýmsu tilefni.

Einstaklega praktískt og fallegt hliðarborð á hjólum.
Einstaklega praktískt og fallegt hliðarborð á hjólum. mbl.is/Fritz Hansen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert