Sjúkleg kókosbollukaka Berglindar Guðmunds

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Sumar uppskriftir eru þess eðlis að þær verður að prófa. Þessi hér er nokkuð augljóslega ein þeirra enda erum við að tala um alls konar góðgæti hér samankomið sem krefst nánari skoðunar. Kókosbollurnar eru sagðar danskar í uppskriftinni en væntanlega má líka nota íslenskar. Við reiknum að minnsta kosti með því.

Uppskriftin kemur frá Berglindi Guðmundsdóttur á GRGS.is og eins og við vitum flest þá er allt gott sem hún býr til.

Kókosbollukaka

  • 20 makkarónukökur
  • 8 danskar kókosbollur
  • 5 dl rjómi
  • 2 tsk. flórsykur
  • 1 tsk. vanillusykur
  • 1 askja fersk jarðarber
  • 150 g rjómasúkkulaði

Leiðbeiningar

1. Myljið makkarónurnar gróflega og setjið í fat sem er um það bil 25 x 15 sm.

2. Takið kókosbollurnar og ýtið efri hluta þeirra ofan í makkarónurnar og þrýstið létt niður.

3. Þeytið rjómann ásamt flórsykri og vanillusykri.

4. Setjið rjómann yfir kókosbollurnar.

5. Skerið berin niður og setjið yfir rjómann.

6. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði, kælið lítillega og hellið síðan yfir allt.

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir
mbl.is