Friends-jóladagatal væntanlegt

Dagatal sem allir Friends aðdáendur munu vilja þetta árið.
Dagatal sem allir Friends aðdáendur munu vilja þetta árið. mbl.is/Amazon

Það lítur allt út fyrir að við fáum að loka þessu ári á góðum nótum – því Friends-jóladagatal er væntanlegt.

Insight Edition gefur út Friends-dagatal þessi jólin sem mun gera alla daga í desember að notalegum skemmtilegheitum. Því hver er ekki aðdáandi þáttanna?

Dagatalið inniheldur 25 skrauthluti, merki og uppskriftir í anda Friends – sem mun án efa gera jólamánuðinn eftirminnilegan. Framleiðandi dagatalsins lofar að hver og einn gluggi sem þú opnar muni vekja gamlar minningar úr þáttunum – eða klassísk augnablik sem við gleymum aldrei.

Dagatalið er vafið inn eins og falleg bók og hægt að panta á Amazon. Verðið er litlar 4.000 krónur og hægt er að panta dagatalið HÉR.

Hægt er að panta dagatalið á Amazon.
Hægt er að panta dagatalið á Amazon. mbl.is/Amazon
mbl.is