Vinsælasti lakkrís heims í Harrods

Johan Bülow hefur opnað verslun í Harrods í London.
Johan Bülow hefur opnað verslun í Harrods í London. mbl.is/lakridsbybulow

Einn þekktasti lakkrísframleiðandi heims, Lakrids by Bülow, opnar í stærstu og vinsælustu verslun Lundúnaborgar – Harrods.

Þeir sem leggja land undir fót (vonandi fyrr en síðar) og heimsækja stórborgina London munu geta nálgast bragðbesta lakkrís síðari tíma í versluninni Harrods – sem flestum ætti að vera kunn. Sannir lakkrísaðdáendur (þar á meðal við) munu klárlega hafa þessar fréttir bak við eyrað næst er við heimsækjum Harrods – því maður veit aldrei hvenær lakkrísþörfin hellist yfir mann fjarri heimaslóðum.

Harrods er ein þekktasta verslun Lundúna og víða um heim.
Harrods er ein þekktasta verslun Lundúna og víða um heim. mbl.is/Wikipedia
mbl.is