Helgi Björns tekur við Borginni

Helgi Björnsson tekur við Borginni.
Helgi Björnsson tekur við Borginni. Styrmir Kári

Þau stórtíðindi berast úr veitingageiranum að sjálfur Helgi Björns sé að taka við rekstri á veitingarými Hótels Borgar en þar er meðal annars að finna hinn fornfræga Gyllta sal.

Helgi greinir frá þessu í helgarblaði Fréttablaðsins en þar segist hann ekki hafa geta skorast undan þegar tækifærið bauðst. Hann hyggst, að eigin sögn, hefja Borgina aftur til fyrri dýrðar ásamt Guðfinni Karlssyni veitingamanni. Það verði dansað á ný í Gyllta salnum og væntanlega boðið upp á ítalskan mat með.

Gyllti salurinn er einn glæsilegasti salur landsins.
Gyllti salurinn er einn glæsilegasti salur landsins.
mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert