Tyggjóið sem bætir andlega heilsu

Hvernig hljómar að tyggja sig í gegnum stress dagsins og bæta andlega heilsu? Það er til tyggjó sem sagt er auka sjálfsöryggi og einbeitingu.

Góð geðheilsa skiptir öllu máli eins og við vitum. Óhefðbundnar lækningar, jóga og núvitund hafa verið áberandi síðustu misserin en dr. Bach var langt á undan sinni samtíð. Edward Bach var breskur læknir, gerlafræðingur, hómópati og rithöfundur sem helgaði sig andlegum málefnum. Þekktastur var hann fyrir að þróa Bach-blómaúrræðin – tegund af óhefðbundnum lækningum innblásnum af klassískum hómópatískum hefðum og þar með talið tyggjó.

Dr. Bach taldi að ójafnvægi milli innri og ytri kjarna í líkamanum gæti verið orsök veikinda. Átökin gætu verið ástæðan fyrir tilfinningalegu ójafnvægi og hindrunum. Hann uppgötvaði að blóm hefðu jákvæð áhrif á geðheilsu okkar og var sá fyrsti til að þróa blómalyf árið 1930 – langt á undan sinni samtíð.

Einbeitingarörðugleikar, lítið sjálfsálit eða ósk um aukinn styrk – þá er dr. Bach með lausnina í tyggjóformi fyrir þig. Tyggjóið með bláberjabragði sem innihaldur blómalyfin er sérstaklega hugsað fyrir þá sem óttast að mistakast eða vantar sjálfstraust. En margar útfærslur eru fáanlegar af tyggjóinu sem fæst m.a. HÉR.

Tyggjóið frá Dr. Bach sem þykir algjört undur.
Tyggjóið frá Dr. Bach sem þykir algjört undur. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert