Nýjungar frá Nóa-Síríusi sem eiga eftir að gleðja marga

Við tökum því alltaf fagnandi þegar sælgætisframleiðendur kynna nýjungar til leiks og Nói-Síríus hefur verið sérlega öflugur á þessu sviði undanfarin ár.

Nú kynnir fyrirtækið til leiks nýja bökunarlínu sem ætti að æra óstöðugan enda ekki á hverjum degi sem við fáum nýjungar þar. Um er að ræða fjórar nýjar bökunarvörur:

  • Trompkurl
  • Súkkulaðihúðaðar krispkúlur
  • Súkkulaðiperlur
  • Rjómatöggur

Það verður því fjör um jólin þegar heimabaksturinn byrjar af alvöru og ljóst að sælkerar landsins eiga gott í vændum.

Ljósmynd/Nói Síríus
Ljósmynd/Nói Síríus
Ljósmynd/Nói Síríus
Ljósmynd/Nói Síríus
mbl.is