Prinsinn gripinn glóðvolgur við KFC

Augnaráðið leynir sér ekki.
Augnaráðið leynir sér ekki. Ljósmynd/KFC-Twitter

Vilhjálmur Bretaprins var staddur á götum úti á dögunum þegar þessi mynd náðist af honum. Á henni sést hann mæna löngunaraugum inn um glugga skyndibitastaðarins KFC.

Forsvarsmenn KFC í Bretlandi voru ekki lengi að birta myndina og hafa gárungar um heim allan gert góðlátlegt grín að myndinni; að jafnvel þótt þú hafir aðgang að bestu kokkum heims og fínasta matnum þá sé fátt sem toppar góðan almúgaskyndimat.

Og hver getur láð prinsinum augntillitið? Flest elskum við vel steiktan kjúkling löðrandi í einhverju ómótstæðilegu ...

Ekkert að því að langa í smá KFC!
Ekkert að því að langa í smá KFC! Ljósmynd/KFC-Twitter
mbl.is