Alls ekki geyma ólífuolíuna við eldavélina

mbl.is/Nico Tondini/ Photographer's Choice/ Getty Images

Margir geyma ólífuolíu og aðrar olíur við hliðina á eldavélinni enda eru þær oftar en ekki notaðar við steikingu og aðra matseld.

Hins vegar vilja sérfræðingarnir hjá Good Housekeeping Institute brýna fyrir fólki að ólífuolían þoli illa hita og birtu og missi því bragðgæði fljótt sé hún geymd við þær aðstæður. Ólífuolían á þá til að verða líkari ediki á bragðið og því ætti alltaf að geyma hana á dimmum og svölum stað.

Við slíkar kjöraðstæður getur hún geymst í allt að tvö ár í óopnuðum umbúðum.

Súrefni er annar óvinur ólífuolíunnar og því ætti alltaf að loka henni strax. Sé olían extra-virgin er hún enn viðkvæmari.

Það er því ástæða fyrir því að góð ólífuolía er ekki í glærri flösku því það tryggir að hún endist lengur.

mbl.is