Eldhús sem er algjörlega einstakt

Ljósmynd/Retrouvius

Eldhúsblæti er skilgreint sem sjúkleg ástríða fyrir eldhúsum og útliti/eiginleikum þeirra. Við hér á Matarvefnum erum svo sannarlega með eldhúsblæti á háu stigi því við vitum fátt skemmtilegra en að skoða eldhús og kryfja kosti þeirra (og galla) til mergjar.

Endrum og eins rekumst við á eldhús sem valda því að hjartslátturinn verður hraðari og ánægjutilfinning fer um allan líkamann.

Þetta eldhús hér er eitt þeirra. Algjörlega öðruvísi og skurðurinn á steininum (vitum ekki einu sinni hvað þetta er) er algjörlega sturlaður.

Liturinn er æði og alls ekki allra en hægt væri að mála þetta eldhús í hvaða lit sem er. Viðurinn í eldhúsinnréttingunni er súkkulaðibrúnn og dökkur. Óskaplega hlýr og vandaður.

Það er breska hönnunarfyrirtækið Retrouvius sem á heiðurinn að hönnuninni.

Ljósmynd/Retrouvius
mbl.is