Kaos með krökkunum í eldhúsinu

Börn hafa einstaklega gaman af því að sýsla í eldhúsinu.
Börn hafa einstaklega gaman af því að sýsla í eldhúsinu. mbl.is/colourbox

Þessa dagana eru margir að reyna koma jafnvægi á heimilislífið, vinnuna og skóla. Mörg börn eru meira heima og þá er um að gera að forðast kaos á heimilinu og halda friðinn með spennandi verkefnum í eldhúsinu. Hér eru nokkur dæmi um hvernig best sé að virkja börnin á bak við pottana. 

Gefðu barninu ábyrgð
Það er auðvelt að hvetja börn áfram við eldamennskuna með því að láta þau ákveða hvaða rétt eigi að elda. Leyfið þeim að fletta í matreiðslubókum eða finna uppskriftir á netinu – það heldur þeim uppteknum í ákveðinn tíma.

Settu kröfur
Þegar barnið leitar að uppskrift getur þú sett fram ákveðnar kröfur um að rétturinn verði að innihalda að minnsta kosti tvö grænmeti, og þau mega ráða hvaða grænmeti það ættu að vera.

Sættu þig við glundroða í eldhúsinu
Slepptu stjórninni og leyfðu barninu/börnunum að taka við. Uppskriftin verður kannski ekki alveg eins og ef þú hefðir gert hana, en þau fyllast af stolti og vilja án efa taka þátt í eldamennskunni einhvern annan dag.

Leyfðu þeim að gera skemmtilegu hlutina
Til að gera verkefnið skemmtilegt fyrir krakkana skaltu taka þig af hlutum eins og að skræla kartöflur eða uppvask. Þau hafa miklu meira gaman að því að smakka til sósuna eða rúlla út pítsadeiginu.

Bakið kökur
Börn elska bakstur – allt frá pönnukökum yfir í súkkulaðikökur. Það verður líka að vera svigrúm til að leyfa þeim að slá út nokkur egg og skreyta með kökukremi, því æfingin skapar meistarann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert