Kanilkaka með rjómaostskremi

Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir á Döðlum & smjöri býður hér upp á dásamlega kanilköku með rjómaostskremi sem er algjört æði.

Kanilkaka með rjómaostskremi

Kanilkaka

  • 3 egg
  • 150 g sykur
  • 220 g hveiti
  • 2 tsk. lyftiduft
  • ½ tsk. salt
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 100 g smjör
  • 100 ml mjólk
  • 2 msk. sykur
  • 1 msk. púðursykur
  • 1 tsk. kanill
  • ½ tsk. kardimommur (má sleppa)

Stillið ofn á 175°c, blástur. Hrærið saman egg og sykur þar til létt og ljóst. Bætið þurrefnunum saman við og hrærið varlega saman. Bræðið smjörið í örbylgjuofni eða í potti, blandið saman við ásamt mjólkinni. Hrærið vel saman. Takið form og smyrjið að innan með smjöri eða PAM-spreyi. Hér nota ég form sem er 20×20 cm en hægt er að nota hringlaga 20 cm form eða formkökuform.

Blandið kanilsykurinn.

Setjið helminginn af deiginu í formið, stráið kanilsykrinum yfir og hellið restinni af deiginu yfir. Inn í ofn og bakað í 20 mín. eða þar til prjónn kemur hreinn út þegar stungið er í miðja kökuna. Kælið kökuna áður en kremið er sett ofan á.

Rjómaostskrem

  • 100 g rjómaostur, við stofuhita
  • 50 g smjör, við stofuhita
  • 150 g flórsykur
  • 2 tsk. vanillusykur
  • salt á hnífsoddi

Hrærið rjómaost og smjör vel saman þangað til það hefur blandast vel. Bætið flórsykri, vanillusykri og salti saman við og hrærið varlega fyrstu 30 sek., bætið þá í hraðann og leyfið að hrærast vel saman á miklum hraða í 2-3 mín.

Smyrjið kreminu á kökuna og skreytið að vild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert