Frábær leið til að nýta gamalt brauð

Gamalt brauð verður að mylsnum og má nota aftur og …
Gamalt brauð verður að mylsnum og má nota aftur og aftur. mbl.is/

Það jafnast fátt á við nýbakað brauð, en eftir dag eða tvo byrjar það að harðna. Hér er leið til að nota gamalt brauð á snilldarvegu.

Það má vel rista brauð sem er byrjað að harðna, en ef brauðið er orðið alveg þurrt er óþarfi að láta það fara til spillis og henda því. Leyfðu því frekar að þorna alveg og settu það svo í hrærivélina þar til molarnir verða að mylsnu. Næst þegar þú ætlar að gera nýtt brauð, pítsudeig eða ferskt pasta skaltu blanda hrönglinu saman við. Þannig getur þú notað brauðið þitt aftur og aftur, og ekkert fer til spillis.

mbl.is