Gaf 250 þúsund krónur í þjórfé

Hér er Donnie ásamt bróður sínum, Mark Wahlberg, sem hóf …
Hér er Donnie ásamt bróður sínum, Mark Wahlberg, sem hóf einnig ferilinn sem tónlistarmaður. Þó ekki í New Kids on the Block eins og stóri bróðir heldur sem ofur-rapparinn Marky Mark!

Hinn stórbrotni meðlimur drengjabandsins NKOTB og stórleikarinn Donnie Wahlberg hóf árið með pomp og prakt þegar hann fór af stað með #2020tipchallenge þar sem hann skorar á fólk sem hefur meira á milli handanna að gefa ríkulegt þjófé.

Þetta gerði hann í upphafi árs þegar hann gaf 2020 dollara sem eru um 250 þúsund krónur í þjórfé og lék sama leikinn aftur á dögunum.

Áskorunin hefur komist á flug og hafa ansi margir glaðir þjónar, víðs vegar um Bandaríkin, fengið aðeins meira í launaumslagið þann mánuðinn en venjulega.

mbl.is