Bakaði eftirmynd af sjálfri sér

Natalie þykir einkar klár bakari og gerði þessa stórkostlegu selfie …
Natalie þykir einkar klár bakari og gerði þessa stórkostlegu selfie af sjálfri sér. Mbl.is/Natalie Sideserf

Þetta er árið þar sem ekkert virðist vera eins og það sýnist. Sérstaklega þegar kemur að bakstri eins og við sjáum klárlega hér.

Fólk hefur birt ótrúlegustu útgáfur og hugmyndir af kökubakstri á árinu – enda fátt annað að gera í samkomubanni en að gera vel við sig. Natalie Sideserf er ein af þeim sem hefur tekið skrefið lengra og bakað nákvæma eftirlíkingu af sjálfri sér.

Hún birti myndskeið af kökunni á Instagram síðunni sinni, en henni fylgja um 230 þúsund manns – sem áttu ekki til orð yfir hæfileikum þessarar ungu stúlku. Enda alveg þess virði að skoða nánar.

Mbl.is/Natalie Sideserf
mbl.is