Pizza Hut selur sjö kílóa pítsuteppi í takmörkuðu upplagi

Pizza Hut selur djúsí kósíteppi sem mun halda á þér …
Pizza Hut selur djúsí kósíteppi sem mun halda á þér hita út veturinn. Mbl.is/Pizza Hut

Skyndibitakeðjan Pizza Hut, hefur hafið sölu á pönnupítsu-teppi sem er eins mjúkt og djúsí og pítsan þeirra er undir tönn.

Pizza Hut tók höndum saman við Gravity Blanket, til að framleiða teppi sem líkist þeirra þekktustu pönnupítsu á matseðli – osta-, pepperóní pítsan. Teppið kemur í takmörkuðu upplagi og vegur tæp 7 kíló, til að auka þægindin þegar þú kúrir upp í sofa og þá jafnvel með pítsu í hönd.

„Það er varla til betri leið til að loka árinu 2020, en að borða Pizza Hut pönnupítsu, umvafinn í hlýju og þægindum”, segir George Felix, markaðsstjóri Pizza Hut í fréttatilkynningu.

Teppið er 180 cm í þvermál og framleitt úr „ör-flísefni“ sem þykir algjör lúxus. Og þar fyrir utan, þá segja menn að það bæti svefninn að sofa með þyngri sængur/teppi en annars. Þeir sem hafa áhuga að vefja sig inn í þykka pönnupítsu, geta nálgast teppið HÉR.

Mbl.is/Pizza Hut
mbl.is