Rakel Hafberg hannaði nýtt eldhús

Ljósmynd/Aðsend
Í húsi nokkru kveður nú við allt annan tón eftir að Rakel Hafberg tók eldhúsið í gegn. Breytingin er svo dramatísk að ekki er annað hægt en að dást að fyrir og eftir myndunum og hversu mikið eitt rými getur breyst við að fá nýtt eldhús.
Aðspurð segist Rakel hafa séuð um hönnunina en eigendur heimilisins hafi þó sjálfir valið eyjuna og gólfefni. Innréttingin sé frá HTH og borðplatan sé Entzo frá Rein.
Zenus hafi svo séð um að bólstra bekkinn í rauðu leðri en húseigendur séu hrifnir af rauðu og viljað vera dáldið djörf í litavali.
Háfurinn sé frá Sminor.is og gólfefnið, sem sé vínildúkur sé frá Harðviðarvali.

Eiginmaðurinn á heimilinu sá meira og minna um uppsetninguna og er mjög flinkur. Lýsingin hafi verið hönnuð í samstarfi við eigendur sem vildu fá hýlegt en bjart heimili með smá tvisti sem er þá rauði liturinn.
Zenus yfirdekkti E60 stólana og Fanntófell smíðaði borðplötuna við rauða bekkinn og Sóló smíðaði borðfæturna sem jafnframt var samstarfsverkefni en Rakel segir að allt hönnunarferlið og samstarfið við eigendur hússins hafi verið mjög skemmtilegt.
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert