Bökum saman frá grunni

Á bak við fyrirtækið er Harpa Atladóttir og fjölskyldan hennar. Hún segir fyrirtækið vera sannkallað fjölskyldufyrirtæki þar sem öll fjölskyldan sé á bak við það. Þannig hafi allir alltaf lagst á eitt þegar verið að að prufa og þróa uppskriftir á heimilinu, ekki síst synir hennar, en mikil vinna liggur að baki verkefninu sem skilar sér í afburðavöru sem vert er að mæla með.

Harpa segir að hugmyndin hafi kviknað fyrir tveimur árum þegar hún sá hvað tilbúið deig var að verða vinsælt. „Strákunum mínum hefur alltaf fundist rosalega gaman að baka frá grunni svo mig langaði að gera einstaklingum og fjölskyldum auðveldara að baka frá grunni úr gæðahráefnum. Pakkarnir okkar innihalda allt sem þarf til baksturs fyrir eina uppskrift og hráefnunum er pakkað í einingar eftir númerum á uppskriftinni. Þetta gerir baksturinn auðveldari en heldur samt í töfrana sem fylgir því að baka frá grunni. Það er svo frábært að baka heima og búa til gæðastundir í eldhúsinu. Það sem við horfum líka til er að með því að kaupa pakkana minnkum við matarsóun þar sem ekki þarf að kaupa stórar einingar af vöru sem við notum einungis lítið af,“ segir Harpa en vörurnar frá Bökum saman er hægt að kaupa í Krónunni Lindum og Selfossi, auk þess sem þær verða til sölu á Jólamarkaðinum í Hafnarfirði. Á komandi ári fer síðan vefsíða í loftið og vörulínan stækkar í kjölfarið auk þess sem boðið verður upp á heimsendingu.

Hægt er að fá þrjár bragðtegundir fyrir jólin; lakkrís-, heslihnetu- og bóndakökur. „Bóndakökurnar eru frábærar til að baka með börnunum þar sem þau geta dundað sér við að setja súkkulaðidropa ofan á hverja köku. Heslihnetu- og lakkrískökur eru tilvaldar með kakó- og kaffibolla. Við munum svo koma með nýja vörulínu eftir áramót sem inniheldur saumaklúbbstertu, girnilega snúða og margt fleira.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert