Vegansteikin sem fólk slæst um

Innbökuð vegan steik frá Hagkaup með bökuðu rótargrænmeti, vegan Waldorfsalati og granatepla vinaigrettu

 • vegan steikur úr Hagkaup
 • laukur
 • gulrætur
 • spergilkál
 • sveppir
 • hvítlauksrif
 • vegan Waldorf salat frá Hagkaup
Vinaigretta
 • 1 granatepli
 • nokkur vínber skorin í tvennt
 • 200 ml góð ólífuolía
 • safi úr 1/2 sítrónu
 • nokkur kóríander lauf - söxuð
 • saltað og piprað eftir smekk

Skerið grænmetið gróft niður og merjið hvítlauksrifið. Setjið í eldfast mót ásamt góðu magni af olíu og nokkrum rósmarín greinum. 

Setjið steikurnar ofan á grænmetið og penslið með olíu. 

Bakið í ofni samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum. 

Þegar steikin er tilbúin skal taka fatið úr ofninum. 

Notið grænmetið í eldfasta mótinu sem meðlæti ásamt vegan Waldorf salatinu og granatepla vinaigrettunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert