Hin fullkomna helgarmáltíð

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

„Ég elska allt hægeldað og rifið svínakjöt eða nautakjöt passar ótrúlega vel í svona naanbrauð, vefjur eða hamborgarabrauð og er ekta helgarmatur að mínu mati,“ segir Berglind Hreiðars á Gotteri.is um þessa geggjuðu uppskrift sem er vel þess virði að prófa um helgina.

Naanvefjur uppskrift

Fyrir um 4 manns

Hægeldað nautakjöt – aðferð

  • 800 g nautakjöt (ribeye, lund eða annað)
  • 150 ml kikkoman-sojasósa
  • 150 ml ólífuolía
  • 50 ml sesamolía
  • 1 rautt saxað chili
  • 4 msk. púðursykur
  • 2 rifin hvítlauksrif

Aðferð:

  1. Steikið nautakjötið upp úr ólífuolíu við háan hita í stutta stund til að rétt brúna það á báðum hliðum.
  2. Blandið öllum öðrum hráefnum saman í skál á meðan og hellið yfir nautakjötið í pottinum.
  3. Leyfið suðunni að koma upp, lækkið vel niður og leyfið kjötinu að malla í 4-5 klukkustundir við lágan hita (2-3 klst á aðeins hærri hita duga alveg ef þið eruð á hraðferð).
  4. Takið þá bitana upp úr, rífið í sundur með gaffli og blandið sósu úr pottinum saman við eftir smekk áður en kjötið er sett í vefjuna.

Annað meðlæti

  • 8-12 lítil naanbrauð
  • gulrætur skornar í strimla
  • rauðkál skorið smátt
  • icebergkál
  • kóríander
  • radísur (þunnt skornar)
  • Hellmann's Garlic Jalapeño streetfood-majónes

Aðferð:

  1. Hitið/ristið naanbrauðin.
  2. Setjið grænmeti í brauðið og því næst rifið nautakjöt.
  3. Að lokum má setja vel af hvítlauksmajónesi yfir allt saman.
„Þetta hvítlauks- og jalapeño majónes er algjör snilld og erum …
„Þetta hvítlauks- og jalapeño majónes er algjör snilld og erum við fjölskyldan farin að nota það á ansi margt. Manninum mínum finnst það til dæmis geggjað yfir pizzur svo þetta er eitthvað sem þið verðið að prófa!" segir Berglind Hreiðars um sósuna. Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert