Geggjuð og matarmikil ungversk gúllassúpa

Það er fátt betra á degi sem þessum en að fá sér geggjaða gúllassúpu sem heldur hita á kroppinum og gerir allt betra.

Ljúffeng og matarmikil ungversk gúllassúpa

 • Ca. 500 g smátt skorið nautagúllas 
 • 4 hvítlauksgeirar 
 • Olía til steikingar 
 • 1,5 l vatn 
 • 1 pakki original tómatsúpa frá TORO 
 • 1 dós hakkaðir tómatar 
 • 1 msk. paprikukrydd 
 • 1 msk. kúmín (cumin/broddkúmen) 
 • 2 msk. nautakraftur (2 teningar) 
 • Chili-duft eða chili-krydd eftir smekk 

Fullt af grænmeti eftir smekk, skorið smátt t.d.: 

 • 2 bökunarkartöflur  
 • 5 gulrætur 
 • ½ blómkálshaus 
 • ½ brokkolíhaus 
 • 1 græn/rauð paprika 
 • ¼ hvítkálshaus 

Aðferð:

Steikið gúllasið ásamt söxuðum hvítlauk í matarolíu í stórum potti og kryddið með salti og pipar. Hellið svo 1,5 l af vatni ofan í pottinn og bætið við innihaldi TORO-tómatsúpupakkans og hrærið vel. Síðan má bæta hökkuðum tómötum, paprikukryddinu, kúmíninu og nautakraftinum við og allt hrært vel saman. Fáið suðuna rólega upp og hrærið reglulega á meðan grænmetið er skorið. Bætið grænmetinu út í og leyfið að malla í a.m.k. hálftíma (því lengur, því betra). Bætið við chili-dufti/chili-pipar og kúmíni eftir smekk ef þið viljið hafa súpuna sterka.

mbl.is