Svona gerir þú þitt eigið Nútella – án viðbætts sykurs

Ljósmynd/Albert Eiríksson

Meistari Albert Eiríksson deildi á dögunum uppskrift að Nútella sem hann gerir sjálfur og er umtalsvert hollari kostur en hið hefðbundna.

Albert segir þessa uppskrift mjög einfalda auk þess sem hún sé afar holl og góð.

Nútella frá grunni

  • 300 g heslihnetur
  • 220 g steinlausar mjúkar döðlur
  • sjóðandi heitt vatn
  • 45 g kakó (án sykurs) – um 1/2 bolli
  • 1/3 tsk salt

Aðferð:

Látið döðlurnar í skál og hellið sjóðandi heitu vatni yfir, látið standa í 10 mín. Brúnið heslihneturnar við 180°C í ofni, setjið heitar inn í þurrkustykki og nuddið hýðið af með því að velta þeim fram og til baka inni í þurrkustykkinu. Setjið hneturnar í matvinnsluvél ásamt döðlum (og um 120 ml af vatninu með), kakói og salti. Maukið vel.

Heslihnetur eru fullar af vítamínum, steinefnum, andoxunarefnum og hollri fitu.

mbl.is