Ghostbusters-morgunkorn væntanlegt í takmörkuðu upplagi

Ljósmynd/General Mills

Snillingarnir hjá General Mills hætta ekki að framleiða nýjungar sem sprengja alla skala og nú er komið að hinum goðsagnakenndu Draugabönum.

Um er að ræða dásamlega fallegt appelsínubleikt morgunkorn með sykurpúðum sem líta út eins og draugar.

Ekki hefur enn verið staðfest hvenær morgunkornið kemur í verslanir en það verður væntanlega aðeins tímabundin vara og ljóst að íslenskir neytendur heimta að fá smakk.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Ljósmynd/General Mills
mbl.is