Snilldar græja til að gufusjóða

Joseph Joseph gefur okkur þessa snjöllu græju til að gufusjóða …
Joseph Joseph gefur okkur þessa snjöllu græju til að gufusjóða grænmeti. mbl.is/Joseph Joseph

Gufusoðinn matur verður varla betri né auðveldari en með þessari græju. Hér getur þú sparað heilmikinn tíma og fyrirhöfn með því að sjóða nokkrar ólíkar matvörur í einum og sama pottinum.

Hér er snilldargræja á ferð frá eldhúsvörumerkinu Joseph-Joseph. Eins konar belgir sem þú notar til að gufusjóða ýmis matvæli í potti. Sérstök sílikonhandföng eru á vörunni til að ná sem bestu gripi svo ekkert renni úr höndunum á manni. Allt má þetta svo fara í uppþvottavél og það besta er að hægt er að stafla öllum belgjunum saman til að minnka plássið í skúffunum.

mbl.is/Joseph Joseph
Smellpassar í skúffuna!
Smellpassar í skúffuna! mbl.is/Joseph Joseph
mbl.is