Eitt sett-bollur sem klikka ekki

Ljósmynd/Linda Ben

Bollubrjálæðið heldur áfram og hér erum við með eina frábæra sem inniheldur kynstrin öll af Einu setti, sem er í uppáhaldi hjá ansi mörgum.

Það er Linda Ben sem á þessar bollur sem klikka ekki frekar en annað sem hún gerir.

Eitt sett-bollur

  • Vatnsdeigsbollur
  • 500 ml rjómi
  • 200 g Síríus-suðusúkkulaði
  • 75 ml rjómi
  • Eitt sett-bitar
  • 50 g Síríus-lakkrískurl

Aðferð:

  • Bræðið saman 200 g Síríus-suðusúkkulaði og 75 ml rjóma.
  • Léttþeytið 500 ml rjóma og bætið út í 2 msk af súkkulaðirjómanum, fullþeytið rjómann.
  • Skerið niður Eitt sett-bita og bætið út í rjómann.
  • Skerið bollurnar í helminga og fyllið þær af rjómanum. Lokið og setjið súkkulaðið yfir, skreytið með Síríus-lakkrískurli.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is