Vatnsdeigsbollur með karamellusprengju

Ljósmynd/Linda Ben

Hér er ein geggjuð fyrir alla þá sem elska karamellu! Bollan kemur úr smiðju Lindu Ben og er sneisafull af alls konar gúmmelaði sem sælgætisunnendur ættu að elska.

Karamellukropp-bolludagsbollur

  • Vatnsdeigsbollur
  • 500 ml rjómi
  • 200 g Nóakropp
  • 150 g Nóa-rjómakúlur
  • 50 ml rjómi
  • 2 dl flórsykur
  • 50 g Síríus-karamellukurl

Aðferð:

  1. Setjið rjómakúlurnar í pott og bræðið með 50 ml rjóma, leyfið því að kólna örlítið.
  2. Léttþeytið rjómann og bætið út í 2 msk af karamellunni, fullþeytið rjómann.
  3. Brjótið Nóakroppið og setjið ofan í rjómann, blandið varlega saman.
  4. Skerið bollurnar í helminga og fyllið þær með rjómanum, lokið bollunum.
  5. Setjið flórsykur ofan í karamelluna og blandið saman. Setjið karamelluna ofan á bollurnar og skreytið með karamellukurli.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert