Afmyndaðist eftir át á grunsamlegum ávexti

Chrissy Teigen með bólgnu varirnar.
Chrissy Teigen með bólgnu varirnar. Ljósmynd/Instagram

Við vitum reyndar ekki hver skilgreiningin er á grunsamlegum ávexti en okkar uppáhalds Chrissy Teigen deildi mynd á Instagram sem sýnir afmyndaðar varir. Margur hefði sjálfsagt haldið að hér væri á ferðinni misheppnuð varafylling en svo er alls ekki.

Teigen segist hafa bitið í grunsamlega appelsínu og í kjölfarið bólgnað svona hressilega upp. Læknar sem hún ráðfærði sig við voru allir á því að þetta væru ofnæmisviðbrögð og ráðlögðu henni í kjölfarið að forðast alla grunsamlega ávexti.

Talið er fullvíst að Teigen muni ná bata og verði orðin söm innan tíðar.

mbl.is