Nýtt Appolobita páskaegg frá Góu í verslanir

Ljósmynd/Góa

Lakkrísunnendur áttu gott sumar í fyrra þegar Góa setti Appolo lakkrísbita á markað. Um var að ræða tímabundna vöru sem sló í gegn en yfir 400 þúsund öskjur seldust sem þýðir að það var rúmlega askja á hvert mannsbarn í landinu.

Nú berast þau stórtíðindi úr herbúðum Góu að Appolobitarnir snúi aftur um páskana í páskaeggjabúningi og því ljóst að ansi margir munu fagna vel.

Eggin eru væntanleg í verslanir í næstu viku.

Ljósmynd/Góa
mbl.is