Gremlins snýr aftur eftir 37 ár í Mountain Dew-auglýsingu

Guð blessi sniðugt fólk í auglýsingageiranum sem fær hugmyndir á borð við að fá Zach Galligan til að leika í Mountain Dew-auglýsingu. Það er í alvörunni með snjallari hugmyndum sem fæðst hafa og við sjáum fyrir okkur að fundurinn hafi verið sirka svona:

  • Hvernig eigum við að auglýsa Mountain Dew?
  • Uuuuuu... hvað með að grafa upp eitthvað geggjað gamalt sem allir þekkja?
  • Hvað með Gremlins?
  • Já, geggjuð hugmynd... eru ekki 37 ár síðan myndin kom út?
  • Jú, og fáum upprunalega leikarann Zach Galligan til að leika í henni. Það yrði fyndið.
  • Í hverju hefur hann leikið?
  • Alveg fullt... aukahlutverk í Dr. Quinn og svona ýmislegt smálegt. Ekkert stórt.
  • Ok, þá er það ákveðið. Fáum Gremlins og Galligan í auglýsingu.

Við vitum ekki nákvæmlega hvort þetta gerðist svona en við ætlum að ímynda okkur það. Útkoman er alla vega algjör snilld....

mbl.is