Kendall Jenner setur sitt eigið tekíla á markað

Ljósmynd/samsett af Instagram

Það heitasta heitt í stjörnubransanum í dag er að setja á markað sitt eigið áfengi og Kardashian-/Jenner-systur eru þar engin undantekning því Kendall Jenner tilkynnti á Instagram að eftir fjögurra ára þróunarvinnu væri tekílað hennar tilbúið.

Ekki nóg með það heldur hefur það hlotið fjölda verðlauna og má búast við að flöskurnar eigi eftir að rjúka úr hillunum. Jenner er með um 150 milljónir fylgjenda á Instagram þannig að ef eitt prósent þeirra kaupir flöskur þá er hún í toppmálum!

Tekílað heitir 818 og er væntanlegt í verslanir innan skamms.

View this post on Instagram

A post shared by Kendall (@kendalljenner)

mbl.is