Pottarnir sem fagurkerarnir slást um

Mbl.is/Eva Solo

Þeir eru hvítir og þeir eru smart, en umfram allt bera þeir alla þá eiginleika sem góðir pottar þurfa að hafa.

Þessi pottafegurð er frá Eva Solo og getur meira en margir aðrir sambærilegir pottar. Pottarnir eru framleiddir úr ryðfríu stáli, áli og eru keramíkhúðaðir. Þeir búa yfir framúrskarandi hitaleiðara fyrir jafna hitadreifingu og virka bæði á klassískum hellum, gashellum sem og induction. En það allra besta við pottana er að þeir þola að fara í uppþvottavélina, sem gerir þá enn eftirsóknarverðari fyrir utan hversu afburðasmart þeir eru á hellunni. Í White Line-vörulínunni má finna nokkrar stærðir af pottum sem og pönnum, en vörurnar eru fáanlegar í Kokku.

Mbl.is/Eva Solo
White Line kallast pottalínan frá Evu Solo, sem þykir afburðafalleg.
White Line kallast pottalínan frá Evu Solo, sem þykir afburðafalleg. Mbl.is/Eva Solo
Vörulínan inniheldur potta og pönnur í ýmsum stærðum.
Vörulínan inniheldur potta og pönnur í ýmsum stærðum. Mbl.is/Eva Solo
mbl.is