Best heppnuðu aprílgöbbin í ár

Léstu plata þig 1. apríl?
Léstu plata þig 1. apríl? mbl.is/Getty

Það eru margir sem láta gabbast á fyrsta degi aprílmánaðar, og mjög gaman að sjá hvernig fyrirtæki taka þátt í deginum með því að plata neytendur upp úr skónum. Það mátti til að mynda lesa allt um nýja kjötpáskaeggið hér á matarvefnum – sem var samstarfsverkefni Freyju og Dominos. Siggi´s skyr þóttist ætla að setja harðfisk á markað í Bandaríkjunum en hugmyndin hlaut afar misjöfn viðbrögð.

En hér eru nokkrir aðrir framleiðendur sem sendu út tilkynningar um nýjar vörur og sumt alveg þess virði að henda áfram í framleiðslu.

Kleinuhringjarisinn Krispy Kreme tilkynnti nýja smyrju með kleinuhringjabragði sem almenningur …
Kleinuhringjarisinn Krispy Kreme tilkynnti nýja smyrju með kleinuhringjabragði sem almenningur tók vel í og vonast til að þeir hleypi aprílgabbinu í framkvæmd. Mbl.is/Krispy Kreme
Heinz og Innocent, kynntu nýjan „Smoup” sem bragðast af jarðarberjum, …
Heinz og Innocent, kynntu nýjan „Smoup” sem bragðast af jarðarberjum, banana og tómat. Furðulegt samstarf, en engu að síður mjög gott gabb. Mbl.is/Heinz
Snakkframleiðandinn Walkers birti tilkynningu um ostapopp með súkkulaðihúð – þá …
Snakkframleiðandinn Walkers birti tilkynningu um ostapopp með súkkulaðihúð – þá bæði hvítu og mjólkursúkkulaði. Við værum reyndar alveg til í að smakka þessa blöndu! Mbl.is/Walkers
mbl.is