Kaffilíkjörinn Rökkvi vinnur stór alþjóðleg verðlaun

Ljósmynd/Hovdenak Distillery

Afurðir hafnfirska brugghússins Hovdenak Distillery halda áfram að sigra heiminn og nú var kaffilíkjörinn Rökkvi að vinna til gullverðlauna á heimsmeistarakeppni líkjöra.

Verðlaunin eru einstaklega virt en fyrr á þessu ári vann ginið Stuðlaberg frá Hovdenak Distillery gullverðlaun í gin-flokknum en yfir 800 tegundir af gini tóku þátt.

Rökkvi er fáanlegur í vínbúðum um allt land en hann er framleiddur í Hafnarfirði og hefur fengið fádæma viðtökur frá því hann kom á markað fyrir jól.

Ljósmynd/Hovdenak Distillery
mbl.is