BBQ pönnupítsa með sósu sem brýtur allar reglur

Ljósmynd/Gott í matinn

Pítsuáhugafólk og gúrmei–naggar mega alls ekki láta þessa uppskrift frahjá sér fara. Við erum að tala um álegg sem á fáa sína líka og þá ekki síst sósuna.

Kjúklingur, BBQ sósa, ostur og appelsínusósa er samsetning sem hljómar frábærlega og við hvetjum ykkur svo sannarlega til að prófa.

BBQ pönnupizza með kjúklingi og appelsínusósu

  • 1 stk. lítil kjúklingabringa, skorin í strimla
  • 1 pakki tilbúið pizzadeig
  • 2 msk. bbq sósa
  • 1 1⁄2 dl rifinn mozzarellaostur frá Gott í matinn
  • 1 1⁄2 dl Óðals cheddar, rifinn
  • 1⁄4 stk. rauðlaukur, þunnt skorinn
  • Ólífuolía
  • Salt og pipar

Appelsínusósa:

  • 1 dl sýrður rjómi 18%
  • 1 msk. appelsínusafi
  • 1⁄4 tsk. rifinn appelsínubörkur
  • 1 msk. hunang

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 250°C eða hitið grillið.
  2. Steikið kjúklingastrimlana upp úr olíu.
  3. Saltið og piprið.
  4. Setjið til hliðar.
  5. Olíuberið stóra pönnu sem þolir að fara í ofn.
  6. Teygið pizzadeigið til svo það passi í pönnuna.
  7. Brjótið upp á kanta.
  8. Smyrjið botninn með bbq sósunni.
  9. Toppið með ostunum, kjúklingastrimlum og rauðlauk.
  10. Penslið kantana með ólífuolíu.
  11. Bakið þar til botninn er gullinn.
  12. Hrærið öllum hráefnunum saman sem eiga að fara í sósuna.
  13. Smakkið til með hunangi.
  14. Takið úr ofninum og dreifið örlitlu af sósunni yfir.
  15. Berið strax fram með auka sósu.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert