Uppselt á mæðradagsviðburð Hrefnu

Hrefna Sætran
Hrefna Sætran mbl.is

Mæðradagurinn er haldinn hátíðlegur á sunnudaginn og eru margir sem ætla að fagna með tilþrifum enda vel við hæfi.

Mörg fyrirtæki bjóða upp á viðburði eða þjónustu tengda deginum og ein sú mest spennandi var samstarfsverkefni Madison Imhúss og Fiskmarkaðarins. Ljóst er að hér er blað brotið í sögunni og kemur ekki á óvart enda Hrefna Sætran þekkt fyrir að feta ekki sömu stíga og samferðarmenn sínir.

Um er að ræða óvissumatseðil sem byrjar í Madison með ilmupplifun og freyðivíni. 

Fiskmarkaðurinn X Madison

Við ætlum að taka þátt í að gleðja mæðgur landsins á sjálfan mæðradaginn þann 9. maí í samstarfi við Madison Ilmhús með frábærum viðburði. Madison býður ykkur velkomin í ilmupplifun klukkan 17:00. Þar verður boðið uppá ferð um Ilmhúsið með kampavínsglas við hönd og þið kynnast gæða ilmvatnsgerð og sögu hennar, hráefnunum og sögunum sem finna má í ilmvatnsglösunum. Síðan verður farið á Fiskmarkaðinn í Exotic Tasting Menu. Smakkseðill sem Hrefna Sætran og Fiskmarkaðsliðið hafa sett saman. Réttirnir koma á borðið til þess að deila á meðan máltíðinni stendur.

mbl.is