Kjúklingaborgarinn sem setti allt á hliðina

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Þessi uppskrift fer klárlega í bókina sem best heppnaða kjúklingaborgarauppskrift síðari ára.

Það er meistari Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn að þessari gargandi snilld enda stendur hún flestum framar í gúrmei-matargerð. Berglind notar hér Streetfood sósu frá Hellmanns sem þykja alveg einstaklega góðar og skemmtileg viðbót við sósuflóruna sem er í boði er.

Kjúklingaborgari með chili majó

Uppskrift gefur 6 borgara

Kjúklingur

  • 6 x úrbeinuð kjúklingalæri
  • 1 msk. Salt
  • 1 tsk. Pipar
  • 1 tsk. Hvítlauksduft
  • 1 tsk. Laukduft
  • 3 msk. ólífuolía
  • 100 ml AB mjólk
  • 1 egg
  • 40 ml vatn
  • 1 msk. Kartöflumjöl
  • 300 g hveiti
  • Olía til steikingar

Aðferð:

  1. Setjið kjúklingalærin í poka, eitt í einu og merjið þykkasta hlutann út með buffhamri/kökukefli.
  2. Hrærið saman salti, pipar, hvítlauks- og laukdufti ásamt ólífuolíu.
  3. Setjið síðan allan kjúklinginn í poka, hellið kryddolíunni í pokann og hristið saman. Kælið í að minnsta kosti klukkustund, yfir nótt er líka í lagi.
  4. Blandið næst AB mjólk, eggi og vatni saman í eina skál og hveiti og kartöflumjöli í aðra.
  5. Hellið olíu (um 700 ml) í djúpa pönnu/grunnan pott og hitið vel.
  6. Dýfið hverju kjúklingalæri fyrst upp úr AB blöndunni og því næst hveitiblöndunni, þjappið hveitiblöndu vel á allar hliðar og geymið bitana síðan á disk svo allir séu tilbúnir þegar það kemur að steikingu.
  7. Steikið 2-3 kjúklingalæri í senn og snúið reglulega þar til þau eru orðin vel gyllt að utan (tekur um 6-8 mínútur).
  8. Hristið olíuna aðeins af og leggið kjúklinginn á grind með pappír undir svo öll fita leki af og hann haldist stökkur.

Hrásalat

  • 100 g rifnar gulrætur
  • Um 200 g fínt saxað rauðkál
  • 80 g saxað iceberg salat
  • 130 g Hellmann‘s majónes
  • 2 msk. saxað kóríander
  • 1 msk. sykur
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Blandið öllu saman í skál og geymið í kæli fram að notkun.

Samsetning og annað meðlæti

  • Hellmann‘s Creamy Chili Streetfood sósa
  • Hellmann‘s majónes (klassískt)
  • 6 x hamborgarabrauð
  • Kóríander eftir smekk
  • Blaðsalat (má sleppa)
  • Franskar kartöflur

Aðferð:

  1. Smyrjið klassísku majónesi á neðra brauðið.
  2. Raðið síðan hrásalati, kjúkling og blaðsalati eftir hentugleika þar ofan á.
  3. Setjið að lokum vel af Creamy Chili sósu yfir allt og hitt brauðið.
  4. Njótið með frönskum kartöflum og Creamy Chili sósu/annarri sósu.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Streetfood sósurnar hafa fengið frábærar viðtökur hér á landi enda …
Streetfood sósurnar hafa fengið frábærar viðtökur hér á landi enda einstaklega vel heppnaðar. Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert