Svona fögnum við alþjóðlega gúrkudeginum

Ætlar þú að fagna gúrkudeginum í ár?
Ætlar þú að fagna gúrkudeginum í ár? Mbl.is/Hendrick’s gin

Það eru margar leiðir til að tjá ást sína á þessum veglega gúrkudegi, en að sjálfsögðu ber að fagna eins vel og mögulegt er. Ginframleiðandinn Hendrick’s hefur sett saman lista yfir hvernig sé hægt að fagna deginum með stæl sem haldinn er hátíðlegur víða um heiminn þann 14. júní nk. Margar af hugmyndunum hljóma stórfurðulega eins og sjá má hér fyrir neðan – en eru enga síður aðferðir Hendrick’s til að fagna.

  • Búðu til gin & tonic drykk fyrir þig og næstbesta vin þinn (því þú ert bókað alltaf að skála í drykknum með besta vini þínum). Og mundu að skreyta glasið með gúrku.
  • Stattu í afskekktum skógi íklæddum slopp sem er búinn til úr gúrkum, og fórnaðu gúrku til Girvannia, æðstu ástkonu allra gúrkna.
  • Skrifaðu óperu um gin og gúrku, og þú skalt flytja verkið eins og hávaxnasta konan í Skotlandi (mundu eftir nefflautunni og hugsaðu um litla kettlinga).
  • Sláðu um þig fyrir framan aðra og sýndu hvernig þú gerir bestu kokteilana. Berðu drykkina fram með glampa í augum og með gúrkur í huganum. Mundu einnig að vera í viðeigandi eða óviðeigandi skóm.
mbl.is