Tímamóta lausnir fyrir eldhús sem þurfa yfirhalningu

Eldhús eru allskonar! Og auðvelt er að breyta þeim með …
Eldhús eru allskonar! Og auðvelt er að breyta þeim með litlum tilkostnaði. mbl.is/&SHUFL

Hér eru nokkur einföld og hagkvæm ráð hvernig skapa má góða stemningu í eldhúsinu, án þess að þurfa rífa allt út og byrja upp á nýtt.

Einfalt og þægilegt
Nýr litur á veggina í eldhúsinu er auðveld og þægileg lausn til að breyta til – og þá ertu sérstaklega heppin/n ef innréttingin er hvít, því það passa allir vegglitir við hvítan.

Skapaðu ró
Rör, rafmagnssnúrur og eldhústæki – eldhúsið er stútfullt af allskyns hlutum sem eru misfallegir. Gott er að láta skápana ná alveg upp í loft til að fela rör eða nota sem auka geymslu fyrir eldhúsgræjur.

Glamúr
Eitt gott trix til að fá óspennandi eldhúsið til að „shæna“ – það er að velja gyllt blöndunartæki eða úr messing, og færa glamúrinn inn í rýmið. Eins má skipta út eldhúshöldunum og velja ljós eða aðra fylgihluti þar sem vottur af glamúrnum fylgir með.

Græn stemning
Fylltu potta, krukkur og vasa af grænum jurtum og blómum, og búðu til lítinn kryddjurtagarð í eldhúsinu.

Flísar
„Industrial“ flísar í eldhúsið er alltaf móðins – hvítar með svartri fúgu. Leyfðu flísunum að ganga alveg upp í loft, það gefur ótrúlega skemmtilega stemningu.

Lítið eldhús
Ef plássið er af skornum skammti, er ráð að kaupa felliborð sem þú getur annað hvort fest á vegg eða klappað saman. Málaðu það í sama lit og vegginn til að borðið falli betur inn í.

Gersemar
Stór og flottur glerskápur er æðisleg mubla inn í eldhús og skapar persónuleika. Sérstaklega ef þú fyllir hann af gersemum og litríkum matreiðslubókum.

Nýtt lúkk
Þú getur fært eldhúsið í nýjan búning með því að prófa nýtt lúkk. Málaðu vegginn fyrir ofan innréttinguna (ef þú ert ekki með efri skápa), í tveimur litum. Hafðu neðri partinn dekkri en sá efri, því mesti skíturinn safnast alltaf fyrir á veggjunum neðst við borðplötuna.

Rokkstjarnan
Ef þú sækist eftir stílhreinu en töffaralegu útliti í eldhúsið, þá skaltu velja allt í dökku eða svörtu. Innréttingu, vask, blöndunartæki, ljós og mublur með dassi af krómi eða gylltu. Þannig mun rýmið ná sönnu rokkstjörnuútliti.

Kósíhorn
Ef þú hefur pláss til, þá er kósíhorn ómissandi í eldhúsrými. Þar sem krakkarnir geta setið með bók eða gert heimaverkefnin. Þannig breytist rýmið frá því að vera eingöngu hálfgerður matsalur yfir í notalegan samverustað fyrir fjölskylduna.

Bekkur
Bekkir eru skemmtileg lausn við eldhúsborðið og rúma marga rassa - og enn betra ef þeir eru með innbyggt geymslupláss.

Andrými
Ef þér finnst eldhúsið vera ofhlaðið og það vanti andrými. Íhugaðu þá að taka niður efri skápana og leyfðu leirtauinu að njóta sín á opnum hillum.

Geggjaður flísaveggur sem nær alla leið upp í loft.
Geggjaður flísaveggur sem nær alla leið upp í loft. Mbl.is/ © Styling: Julie Løwenstein, Sidsel Zachariassen, Pia Olsen // Foto: Anitta Behrendt, Thomas Dahl, Carsten Seidel
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert