Carlsberg hannar húsgögn úr bjórtunnum

Hvern hefði órað að þessi garðhúsgögn væru gerð úr endurunnum …
Hvern hefði órað að þessi garðhúsgögn væru gerð úr endurunnum bjórtunnum. Mbl.is/Mater

Danski „vínbóndinn“ Carlsberg kynnir ný garðhúsgögn sem framleidd eru úr gömlum endurunnum bjórtunnum – og þykja ansi smart.

Carlsberg hefur parað sig saman við hönnunarfyrirtækið Mater í þessari nýju seríu af húsgögnum sem kallast Ocean OC2. Serían er framhald af fyrstu sjálfbæru „Ocean“-vörulínunni þar sem endurunnum fiskinetum og sjóplasti var breytt í útihúsgögn út frá klassískri hönnun Jørgens og Nönnu Ditzel frá árinu 1955. Í þessu tilviki er aftur notast við hönnun frá Ditzel, nema nú eru það gamlar bjórtunnur sem hafa fengið nýtt hlutverk sem flöskugræn útihúsgögn. Bara með því að endurnýta gamlar tunnur í sætin sjálf hafa sparast um 53 prósent af losun kolvísýrings miðað við ef sætið væri framleitt úr nýju plasti. Vel gert Carlsberg!

Húsgögnin má skoða nánar HÉR.

Mbl.is/Mater
Mbl.is/Mater
mbl.is