Sushibitarnir sem settu netið á hliðina

Oreo sushi er það heitasta í dag samkvæmt TikTok.
Oreo sushi er það heitasta í dag samkvæmt TikTok. Mbl.is/@siennasweets/TikTok

Nýtt mataræði virðist vera að ryðja sér til rúms ef marka má nýjustu fréttir á netinu. Fólk er að búa til Oreo-sushi og borðar það með prjónum. Og það besta er að þú þarft einungis tvö hráefni – Oreo og mjólk.

Fyrst af öllu þarftu að fjarlægja allt kremið af kexinu og mylja síðan smákökurnar niður – setja þær í poka og rúlla yfir með kökukefli. Settu mulninginn í skál og bættu mjólk saman við þar til blandan verður límkennd. Blandaðu einnig saman í annarri skál kreminu sem var á kexkökunum. Settu nú kökumulninginn á plastfilmu og aðra yfir og byrjaðu að rúlla yfir þar til mulningurinn verður flatur. Smyrðu þá kreminu ofan á og rúllaðu svo upp áður en þú skerð í bita.

Uppskriftin er að sjálfsögðu að gera allt vitlaust á TikTok, því það er þar sem fólk virðist eyða tímanum sínum í dag og má sjá nánar hér fyrir neðan.

mbl.is