Byrjaði sjálfur að rista og blanda kaffi í kjallaranum

AFP

Maður að nafni Møller Merrild opnaði sína fyrstu kaffiverslun árið 1964 í Kolding á Jótlandi í Danmörku. Þetta varð sú fyrsta af mörgum sem komu í kjölfarið, verslunin hét Merrilds Kaffelager. Þetta var einnig upphafið að fyrirtækinu sem í dag heitir Merrild Kaffe.

Møller Merrild byrjaði sjálfur að rista og blanda kaffi í kjallara undir verslun sinni. Þarna gerði hann tilraunir með ristun og blöndun á kaffi, úr kaffibaunum sem hann fékk frá ýmsum stöðum í heiminum. Þetta varð síðar meir meðal annars Merrild 103, rauði pakkinn sem allir þekkja og er mest seldi kaffipakkinn á landinu.

Merrild kom á íslenskan markað árið 1983, vöruval kaffisins hefur síðan aukist jafnt og þétt. Í dag er hægt að fá bæði malað, baunir og kaffipúða undir merki Merrild.

Nýjasta viðbótin er Merrild Signature blend-kaffibaunir.

100% Arabica-kaffibaunir, sérvaldar handtíndar kaffibaunir frá hálöndum Suður- og Mið- Ameríku, baunirnar eru þvegnar og ristaðar á sérstakan máta sem gefa þeim hið einstaka bragð sem þær hafa.

Signature blend-heilbaunir koma í tveimur tegundum.

Signature Blend 64 Espresso, með mikinn karakter, góðan styrkleika, með sætu af þurrkuðum ávöxtum og einstöku eftirbragði.

Signature Blend no. 56m milliristað með miðlungsstyrkleika, sætu bragði og ávaxtaríku eftirbragði.

Kaffibaunirnar henta vel hvort heldur sem er malaðar fyrir pressukönnu eða kaffivélar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert