Danskt brugghús opnar í Brooklyn

Evil Twin Brewing er danskt brugghús í New York.
Evil Twin Brewing er danskt brugghús í New York. Mbl.is/Evil Twin Brewing

Nú eru brugghúsin farin að mætast víða í heiminum – því danskt brugghús hefur opnað bar í Brooklyn með fallegu útsýni yfir Manhattan-brúna.  

Brugghúsið kallast „Evil Twin Brewing“ og er í eigu Jeppe Jarnit-Bjergsø og Maria Jarnit-Bjergsø – sem hafa bruggað saman nú í 11 ár. Þau hafa bruggað afurðirnar sínar víðs vegar um heiminn í hinum ýmsu brugghúsum í gegnum tíðina. Það var svo árið 2019 sem þau opnuðu sitt fyrsta brugghús og bar í New York – og þrátt fyrir heimsfaraldur hafa þau náð að opna nýjan stað í hjarta Brooklyn.

Nýi staðurinn er í 200 fermetra friðuðu húsi, með átta metra lofthæð þar sem áhersla er á grænar plöntur og góða stemningu. Tuttugu bjórkranar eru á staðnum sem skipt er um daglega, en þar má nefna ferska IPA og vinsælasta súrbjór ölgerðarinnar með ávöxtum. Eins getur þú pantað úrval af kokteilum af Danske Selma‘s bar, sem staðsettur er í bakherbergi á staðnum. Áhugasamir geta skoðað staðinn nánar HÉR.

Súrbjór með ávöxtum þykir afar vinsæll á matseðli staðarins.
Súrbjór með ávöxtum þykir afar vinsæll á matseðli staðarins. Mbl.is/Evil Twin Brewing
Mbl.is/Evil Twin Brewing
mbl.is