Út að borða með &tradition

Danski húsgagnaframleiðandinn &tradition hefur fært út kvíarnar með nýjum smávörum.
Danski húsgagnaframleiðandinn &tradition hefur fært út kvíarnar með nýjum smávörum. Mbl.is/&tradition

Hver elskar ekki síðsumarkvöld þar sem fjölskylda og vinir njóta sín saman úti eftir góða máltíð? Danski húsgagnaframleiðandinn &tradition hefur bætt í vöruúrvalið og færir okkur nýjungar til að skapa þessa fyrrnefndu stemningu.

Hvort sem um er að ræða frjálslegan hádegisverð með fjölskyldunni eða fínt matarboð á kvöldin með vinum, þá eru nýjungarnar frá &tradition að fara að setja sinn svip á gleðskapinn. Fyrirtækið hefur til þessa sérhæft sig í stærri húsgögnum og lýsingu – en hefur fært sig meira út í fylgihluti sem eru alveg í anda fyrirtækisins og hvert öðru fallegra.

Við erum að sjá ný glös og karöflu, teppi, disk, bakka og fleira – sem færir hlýju og góða stemningu þegar njóta skal sumarsins utandyra. En myndirnar hér fyrir neðan tala alveg sínu máli.

Smart glerglös og karafla frá &tradition.
Smart glerglös og karafla frá &tradition. Mbl.is/&tradition
Mbl.is/&tradition
Fyrirtækið framleiðir mikið af fallegum lömpum sem ganga fyrir hleðslu, …
Fyrirtækið framleiðir mikið af fallegum lömpum sem ganga fyrir hleðslu, því er engin snúra og hægt að nota úti sem inni. Mbl.is/&tradition
Æðislegur diskur er á meðal nýjunganna.
Æðislegur diskur er á meðal nýjunganna. Mbl.is/&tradition
Teppi og kósí til að kasta sér á á grasinu.
Teppi og kósí til að kasta sér á á grasinu. Mbl.is/&tradition
Þessi flotti viðarbakki er einnig nýr.
Þessi flotti viðarbakki er einnig nýr. Mbl.is/&tradition
mbl.is