Paris Hilton landar tímamótamatreiðsluþáttum á Netflix

Það voru ansi margir sem lásu frétt okkar í vetur um matreiðsluþátt Parísar Hilton sem hún frumsýndi á YouTube. Þátturinn fékk fínasta áhorf þar sem Hilton eldaði lasanja fyrir stórfjölskyldu með ágætis árangri sem kom mörgum í opna skjöldu enda hefur hótelerfinginn ekki verið að verið að flíka eldhúshæfileikum sínum.

Nú hefur hún gert samning við Netflix og má búast við þáttunum í ágúst þótt ekki sé enn staðfest hvenær þeir verða sýnilegir á norðurslóðum.

Cooking with Paris verða væntanlega tímamótaþættir en YouTube-þátturinn víðfrægi vakti athygli fyrir margt. Meðal annars smáhundinn sem alla jafna þykir undarlegur aukahlutur í eldhúsi og þá staðreynd að Hilton eldaði með leðurgrifflur – sem er eitthvað alveg nýtt.

mbl.is