Matur víða uppseldur nærri tjaldsvæðum

Hér má sjá tómar búðarhillur þó að þessar tilteknu hillur …
Hér má sjá tómar búðarhillur þó að þessar tilteknu hillur tengist fréttinni ekki beint.

Það er ekkert grína að vera í útilegu þessa dagana. Fregnir berast unnvörpum af tómum hillum í verslunum og í Bónus á Akureyri í gær var allt brauðmeti uppselt.

En hvað skal gera þegar matarskorturinn ber okkur ofurliði?

Núðlusúpur og súpur almennt eru stórkostlega vanmetinn útilegumatur.

Pasta – sumir halda að pasta sé ekki útilegumatur. Það er bara hreint ekki rétt. Sjóðið pasta í potti og setjið smá kryddost og rjóma saman við og þið eruð komin með dýrindismáltíð.

Tilbúinn kjúklingur – ef þið eruð svo heppin að ná ykkur í tilbúinn eldaðan kjúkling sem nægt er að fá í handhægum neytendaumbúðum nú til dags eruð þið í góðum málum. Hægt er að rífa hann út í pastað, setja á samlokur, borða með salati, grilluðum kartöflum eða hvaðeina.

Tilbúnar súpur og kjötréttir – pakkamaturinn frá Toro er löngu orðin ein af burðarstoðum íslensks mataræðis og hér þarf bara að bæta út í og þá er komin dýrindismáltíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert