Hvernig er best að þrífa sturtuglerið? Sérfræðingarnir deila ráðum

mbl.is/Colourbox

Einn gagnlegasti stuðningshópur sem stofnaður hefur verið á Facebook er án efa Þrifatips en þar skiptist fólk á góðum ráðum varðandi þrif og annað því um líkt.

Þrif á sturtugleri bar þar á góma og eins og flestir kannast við getur verið höfuðverkur að halda því hreinu. Hér eru nokkur af þeim ráðum sem mælt var með og því nokkuð ljóst að það er fleiri en ein lausn í boði.

 • Gluggaklúturinn frá Tupperware svínvirkar. Notar bara vatn.
 • Multi Purpose Surface Cleaner frá Dr. Beckman. Sú sem þetta prófaði segist hafa verið búin að prófa alls konar efni sem hafi verið mælt með en ekkert hafi virkað fyrr en þetta var prófað. Var búin að prófa Barkeepers Friend, Pink Stuff, raksápu, klósetthreinsi (sem brenndi hana) og nokkur önnur efni en án árangurs).

 • Sítróna. Kauptu sítrónu, skerðu hana í tvennt og skrúbbaðu glerið með sítrónunni (kjötinu). Svo þrífur þú með blautri tustu á eftir.

 • Stálull með sápu (hér spunnust heitar umræður um rispur og fullyrti sú sem þetta hafi prófað að nausynlegt sé að kaupa mjög fína stálull og þá rispist glerið ekki).

 • Dagblöð, matarsódi og edik.

 • Pink Stuff

 • Barkeepers Friend

 • Evans Cream Clenser.

 • Borðedik sem er úðað á og látið liggja. Er þá þurrkað, skolað og þurrkað á ný.

 • Töfrasvampur.

 • RainX. Því skal sprautað á eftir þrif og þá helst glerið lengur hreint.

 • Æjax rúðuúða og svamp með grænu.
mbl.is